Tjölduðu í Nauthólsvík

Það hefur vonandi ekki væst um tjaldbúana í nótt. Grasbalinn …
Það hefur vonandi ekki væst um tjaldbúana í nótt. Grasbalinn í Nauthólsvík er ekki viðurkennt tjaldstæði. Ljósmynd/Hilmar Jónsson

Tjaldbúarnir sem dvöldu næturlangt á grasbletti í Nauthólsvík í nótt þurfa ekki langt að sækja vilji þeir fara í sjósund í morgunsárið. Þegar hjólreiðamaður átti leið meðfram ströndinni í morgun blasti við fagurgrænt tjald, heldur einmana þar sem ekki er um viðurkennt tjaldstæði að ræða. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ferðamenn dvelja á stöðum innan Reykjavíkur sem ekki eru viðurkennd tjaldstæði. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning fyrr í sumar frá leikskóla í Reykjanesbæ en þar höfðu tveir menn tjaldið í skógarlundi rétt við leikskólann. 

Frétt mbl.is: Tjaldbúar í rjóðri við leikskóla

Hiti fór niður í átta gráður í Reykjavík í nótt og var alskýjað og hægur vindur. Næsta sólarhringinn er von á hægri suðvestlægri eða breytilegri átt og skýjað, en þokusúld vestanlands fram eftir morgni. Birtir víða til eftir hádegi, en aftur þokuloft SV-til í nótt. Hiti 5 til 15 stig að deginum, hlýjast A-til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert