Engin sláttuvél stóðst prófið

Engin sláttuvél var með fullnægjandi leiðbeiningum.
Engin sláttuvél var með fullnægjandi leiðbeiningum. mbl.is/Golli

Engin garðsláttuvél sem Vinnueftirlitið skoðaði í sérstöku markaðseftirlitsátaki á síðasta ári uppfyllti skilyrði eftirlitsins um íslenskar leiðbeiningar.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir árið 2014 sem kom út í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um hana í Morgunblaðinu í dag.

Alls voru 99 garðsláttuvélar skoðaðar og kannað hvort þær uppfylltu tilskilin ákvæði, m.a. varðandi öryggi og heilsuvernd, CE-merkingar og samræmisyfirlýsingar. Jafnframt var kannað hvort notkunarleiðbeiningar á íslensku fylgdu vélunum og hvort leiðbeiningarnar veittu upplýsingar um rétt not, viðhald og eftirlit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert