Málum fjölgar mikið

Húsakynni umboðsmanns Alþingis eru í Þórshamri.
Húsakynni umboðsmanns Alþingis eru í Þórshamri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Umboðsmaður Alþingis segir í árlegri skýrslu sinni að aukinn málafjöldi síðustu ár hafi gert það að verkum að embættinu takist ekki að sinna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti í samræmi við lög um umboðsmann Alþingis.

Embættið hafi sett kvartanir borgara í forgang en á móti geti umboðsmaður ekki sinnt frumkvæðisathugunum sínum af fullum krafti.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í skýrslunni segi að nauðsynlegt sé að brugðist verði við málafjöldanum með því að bætt verði við starfskraft embættis umboðsmanns Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert