Mikill erlendur áhugi á „Kæra Eygló“

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt verkefninu „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ mikinn áhuga. Mikill fjöldi fólks hefur gefið sig fram á Facebooksíðunni til að bjóða fram allt milli himins og jarðar, föt, mat og jafnvel húsaskól.

Eins og við mætti búast hafa þessi jákvæðu viðbrögð þjóðarinnar vakið mikla athygli erlendis. Þannig hafa stórir miðlar á borð við The Guardian, The Telegraph og Time sagt frá gjafmildi Íslendinga.

Þá hafa fjölmiðlamenn víða um heim vakið athygli á sér í þeim tilgangi að setja sig í samband við bæði Íslendinga til að segja sína sögu, sem og enskumælandi Sýrlendinga. Blaðamenn frá Portúgal, Hollandi, Tékklandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð hafa vakið athygli á sér í hópnum, auk þess sem blaðamaður BBC vill komast í samband við bæði Íslendinga og Sýrlendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert