Nýliðakynningar björgunarsveita í fullum gangi

Nýliðastarf björgunarsveita er að hefjast að nýju þessa dagana, en …
Nýliðastarf björgunarsveita er að hefjast að nýju þessa dagana, en margar kynningar fara fram í þessari viku. Ljósmynd/Landsbjörg

Nýliðakynningar Björgunarsveitanna eru að hefjast þetta haustið eins og venja hefur verið undanfarin ár. Flestar sveitir á höfuðborgarsvæðinu halda úti fastri nýliðaþjálfun á hverju ári, auk nokkurra sveita utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrstu kynningarnar fóru fram í síðustu viku, en flestar verða í kvöld og fram á fimmtudag.

Björgunarsveitin Ársæll: Nýliðakynning sveitarinnar er í Gróubúð að Grandagarði 1, fimmtudaginn 3. september klukkan 20:00

Björgunarsveit Hafnarfjarðar: Nýliðakynningar hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar verða miðvikudaginn 2. september og fimmtudaginn 3. september, en þær fara fram í húsnæði sveitarinnar að Hvaleyrarbraut 32 í Hafnarfirði. Aðkoma að húsinu er frá Lónsbraut.

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík: Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar fara fram þriðjudaginn 1. september og miðvikudaginn 2. september klukkan 20:00 að Flugvallavegi 7.

Hjálparsveit skáta í Garðabæ: Nýliðakynning HSG er haldin þriðjudaginn 8. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar, Jötunheimum.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi: Kynning sveitarinnar fer fram miðvikudaginn 2. september klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni í Kópavogi að Bakkabraut 4.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík: Dagskrá nýliðaþjálfunar hjá HSSR verður kynnt í máli og myndum þriðjudaginn 1. september kl. 20-22 að Malarhöfða 6.

Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ er ekki með formlega nýliðaþjálfun, en samkvæmt upplýsingum frá sveitinni er tekið við nýliðum á hverju ári, auk þess sem nýir meðlimir koma upp í gegnum ungliðastarf sveitarinnar.

Utan höfuðborgarsvæðisins eru meðal annars Björgunarsveitin Suðurnes með kynningu á fimmtudaginn 3. september klukkan 20:00 í húsnæðis sínu við Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ. Fyrsta kynning þeirra var reyndar í síðustu viku, en aukakynning í á fimmtudaginn.

Björgunarfélag Árborgar er einnig með kynningu 3. september klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni við Árveg.

Flestar björgunarsveitir eru einnig með nýliðaþjálfun, án þess að um formlega dagskrá sé að ræða, en þá er hægt að heyra í forsvarsmönnum eininganna varðandi þátttöku og þjálfun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert