Íslenskar raddir í Gautaborg

Gerður Kristný er meðal þeirra rithöfunda sem taka þátt í …
Gerður Kristný er meðal þeirra rithöfunda sem taka þátt í bókamessunni í Gautaborg síðar í mánuðinum. mbl.is/Golli

Íslendingasögur, ástin, glæpasögur, ungskáld og lestrarhesturinn Sleipnir eru meðal þess sem verður í boði á fjölbreyttri íslenskri dagskrá á bókamessunni í Gautaborg. Alls taka fimmtán íslenskir rithöfundar þátt í bókamessunni í ár.

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 24.– 27. september næstkomandi og þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í sérstökum fókus sem nefnist Raddir frá Íslandi - Röster från Island.

Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson mun taka þátt í opnun messunnar fyrir hönd Íslands og fimmtán íslenskir höfundar og skáld taka þátt í fjölmörgum dagskrárliðum.

Hér má lesa nánar um hvaða rithöfundar taka þátt 

<div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert