Styrkja starfsmenntun í ferðaþjónustu

Ferðamenn skoða og ljósmynda Goðafoss
Ferðamenn skoða og ljósmynda Goðafoss Einar Falur Ingólfsson

Starfsmenntaáætlun ESB, Erasmus+, styrkir verkefni sem miðar að því að vinna að endurbótum í starfsmenntun í ferðaþjónustu um 36 milljónir króna. Um er að ræða tveggja ára evrópskt verkefni sem miðar að endurbótum í starfsmenntun í ferðaþjónustu.

Rannsóknasetur verslunarinnar stýrir verkefninu, en auk íslenskra þátttakenda taka þátt aðilar frá Ítalíu, Austurríki og Finnlandi. Háskólinn á Bifröst og Samtök ferðaþjónustunnar koma að verkefninu.

Verkefnið snýst um að koma á laggirnar námi fyrir starfsþjálfa sem sérhæfa sig í þjálfun starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert