Efla telur ekki þörf á nýju umhverfismati

Hvammsvirkjun.
Hvammsvirkjun.

Niðurstaða úttektar sérfræðinga verkfræðistofunnar Eflu á umhverfismati Hvammsvirkjunar er að ekki hafi orðið þær breytingar á forsendum gamla umhverfismatsins að þörf sé á að endurtaka matið.

Skipulagsstofnun er með málið til athugunar og gefur almenningi kost á að kynna sér það og koma með athugasemdir.

Umhverfismat virkjunarkosta heldur gildi sínu í tíu ár. Ef framkvæmdir hefjast ekki innan þess tíma þurfa leyfisveitendur að fá álit Skipulagsstofnunar á því hvort umhverfismat haldi gildi sínu eða forsendur hafi breyst þannig að endurskoða þurfi matsskýrslu að hluta eða öllu leyti. Mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar, sem Alþingi hefur nú fært í orkunýtingarflokk, lá fyrir á árinu 2003 og endanlegir úrskurðir ráðherra árið eftir. Þar sem meira en tíu ár eru liðin hafa Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskað eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert