Tólf þúsund vilja aðstoða

Sýrlenskt barn sem særðist í átökum í heimalandinu.
Sýrlenskt barn sem særðist í átökum í heimalandinu. AFP

Tólf þúsund hafa lýst sig reiðubúna til að veita aðstoð við að taka á móti flóttamönnum hér á landi. Framtakið hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla og er meðal annars fjallað um Facebook síðuna Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar í Telegraph, Time, Independent, Guardian og Slate. Eins fjallar AFP fréttastofan um framtakið en talið er að um fjórar milljónir Sýrlendinga séu á flótta. 

Það er rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði Facebooksíðuna á sunnudagskvöld og síðan hafa streymt inn skráningar þar sem fólk lýsir því hvernig það er reiðubúið að veita flóttamönnum aðstoð og um leið er ríkisstjórn Íslands hvött til þess að taka móti fleiri flóttamönnum en þeim 50 sem stefnt er að veita hæli hér á landi í ár.

Ríkisstjórn Íslands fundar í dag og verða meðal annars málefni flóttafólks til umræðu á fundinum.

Yfir sjö hundruð hafa skráð sig til sjálfboðaliðastarfa hjá Rauða krossinum til að aðstoða flóttafólk við komuna hingað til lands.

Þann 25. ágúst var ár er liðið frá því að Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur. Á þessu eina ári hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi. Á því ári fengu 12 einstaklingar alþjóðlega vernd á Íslandi.

Fólkið sem hingað hefur leitað er af 39 ólíkum þjóðernum. Langflestir sem hingað hafa leitað eru frá Albaníu en á eftir kemur fólk frá Makedóníu, Sýrlandi, Úkraínu og Írak.

„Nú í ágústmánuði hafa 32 einstaklingar sótt um vernd en aldrei áður hafa umsækjendurnir verið jafn margir í einum mánuði - sem er þó ekki enn liðinn.
Fólk getur því rétt ímyndað sér að skjólstæðingar Rauða krossins meðal hælisleitenda skipta tugum á hverjum gefnum tíma. Mikilvægt er að hlúa vel að því fólki sem kemur hingað úr mjög erfiðum og andlega krefjandi aðstæðum. Þar getur þú lagt okkur lið, með því að taka þátt í félagslegum verkefnum með hælisleitendum,“ segir á vef Rauða krossins.


Sýrlensk börn með epli sem sjálfboðaliðar gáfu þeim við landamæri …
Sýrlensk börn með epli sem sjálfboðaliðar gáfu þeim við landamæri Austurríkis og Ungverjalands. Milljónir Sýrlendinga eru á flótta. AFP
Beðið eftir læknisaðstoð í Sýrlandi.
Beðið eftir læknisaðstoð í Sýrlandi. AFP
Eyðileggingin blasir við í Douma, austur af Damaskus
Eyðileggingin blasir við í Douma, austur af Damaskus AFP
AFP
AFP
AFP
Gröf óþekkts flóttamanns sem drukknaði á leið yfir Miðjarðarhaf.
Gröf óþekkts flóttamanns sem drukknaði á leið yfir Miðjarðarhaf. AFP
Barn á gjörsgæsludeild í Douma sem lenti í sprengjuregni.
Barn á gjörsgæsludeild í Douma sem lenti í sprengjuregni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert