Tryggir ekki tjón á vegum og ræsum

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Ljósmynd/Viðlagatrygging Íslands

Tjón á fasteignum og lausafé á Siglufirði fellur undir bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands samkvæmt minnisblaði stofnunarinnar til bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna náttúruhamfaranna á svæðinu á dögunum. Þannig tryggi Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir og lausafé sem brunatryggt sé hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi.

„Tjón á fráveitu sveitarfélagsins fellur undir bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands. Þegar vátryggingaratburðurinn hefur gerst eða bein hætta er á því, að hann muni að höndum bera, ber vátryggðum að reyna af fremsta megni að afstýra tjóninu eða draga úr því. Vátryggingin nær til tjóns og kostnaðar, sem vátryggður hefur af ráðstöfunum til að varna tjóni,“ segir ennfremur. Þar falli undir aðgerðir sveitafélagsins sem komu í veg fyrir tjón sem annars hefði orðið mun umfangsmeira. Til að mynda hreinsunar á frárennslislögnum og vinnu við gerð varnargarðs til að koma Hvanneyrará í réttan farveg við Fossveg. Matsmenn vinni að kostnaðarmati og matsgerð í þeim efnum.

Fram kemur að tjón sem orðið hafi á götum og vegræsum falli hins vegar ekki undir vátryggð tjón hjá Viðlagatryggingu Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert