Verðum að líta í eigin barm

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Rósa Braga

„Það kemur mér ekki á óvart að fylgið hafi minnkað og auðvitað ekkert annað fyrir okkur að gera en að líta í eigin barm,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, í samtali við mbl.is en flokkurinn mælist með 4,4% fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er sama fylgi og í nýjustu skoðanakönnun MMR, en 5% þarf til að ná mönnum inn á þing.

Brynhildur segist engu að síður bjartsýn á framhaldið og þingveturinn sem framundan er. Tekist hafi að taka vel á málum Bjartrar framtíðar að undanförnu en í kjölfar mikillar umræðu ákvað Guðmundur Steingrímsson að hætta sem formaður á ársfundi flokksins sem fram fer um helgina. Róbert Marshall hyggst einnig hætta sem þingflokksformaður. 

„Það er bara gott að við séum að gera breytingar. Ég er mjög ánægð með að okkur hafi tekist það. Mér finnst flott hjá Guðmundi og Róberti að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um einstakar manneskjur. Þannig að ég er bjartsýnni á veturinn en ég var í vor,“ segir Brynhildur. Mestu skipti að fulltrúar flokksins geri allt sem þeir geti til þess að standa sig gagnvart kjósendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert