Bankamenn ræða útfærsluatriði

Enn er ósamið við bankastarfsmenn.
Enn er ósamið við bankastarfsmenn. Samsett mynd/Eggert

Bankamenn funduðu með viðsemjendum sínum í gær og annar fundur er fyrirhugaður í dag.

Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir að verið sé að ræða útfærsluatriði innan þess ramma sem kjarasamningar hafa náðst um á undanförnum vikum. Er þetta rætt í smærri hóp en áður undir verkstjórn ríkissáttasemjara.

„Það hefur alla vega ekki slitnað enn upp úr, þannig að við erum vongóðir um framhaldið,“ segir Friðbert í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert