Eldur kom upp í fjölbýlishúsi

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynnt var um eld í íbúð í fjölbýlishúsi við Gvendargeisla í Reykjavík í dag klukkan rúmlega eitt en 36 íbúðir eru í húsinu samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þeir íbúar hússins sem voru heima yfirgáfu íbúðir sínar á meðan á slökkvistarfi stóð.

Slökkviliðsmenn í reykkafarabúningum fóru inn í íbúðina en hún reyndist mannlaust. Ennfremur kom í ljós að eldurinn var minniháttar og gekk slökkvistarf hratt fyrir sig. Fólki var tilkynnt skömmu síðar að óhætt væri að snúa aftur í íbúðir sínar. Eldsupptök eru ekki ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert