Leikurinn sýndur á Ingólfstorgi

Leikur Hollands og Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu karla verður sýndur í beinni á risaskjá á Ingólfstorgi á morgun.

Símafyrirtækið Nova stendur að útsendingunni á Ingólfstorgi en á morgun mun torgið bera nafnið Arena de Ingólfstorg. Leikurinn verður sýndur á stærsta risaskjá landsins svo að boltinn ætti ekki að fara fram hjá viðstöddum. „Við gerðum þetta líka þegar HM í Brasilíu var í gangi í fyrrasumar og það gekk vonum framar. Það verður gaman á Arena de Ingólfstorgi annað kvöld“, er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, markaðsstjóra Nova, í tilkynningu.

Leikurinn hefst kl. 18.45. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert