Margir í biðstöðu á Íslandi

Margir hafa stigið fram og boðið flóttafólki aðstoð sína.
Margir hafa stigið fram og boðið flóttafólki aðstoð sína. Mbl.is/Styrmir Kári

Mikið álag er á húsnæðiskerfi fyrir hælisleitendur á Íslandi og myndi húsnæði sem almenningur býður þeim til afnota gera mörgum kleift að hefja nýtt líf á Íslandi og jafnvel sameinast fjölskyldum sínum.

Þetta segir Áshildur Linnet, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi, og bendir á að metfjöldi umsókna um hæli hafi borist í ágúst.

William Spindler, upplýsingafulltrúi Flóttamannahjálpar SÞ, segir í samtali við Morgunblaðið að útlit sé fyrir að straumur flóttafólks og innflytjenda til Evrópu verði áfram þungur á næstu mánuðum. Hann segir það eiga þátt í straumnum að ekki séu til fjármunir til að sjá fólkinu fyrir nauðsynlegri aðstoð á fyrsta áfangastað þess.

Ljóst er að því fylgja nokkur útgjöld fyrir sveitarfélög ef ákveðið verður að fjölga flóttafólki á Íslandi. Sveitarfélögum er skylt að veita börnum skólavist. Það nám kostar að meðaltali 1,5 milljónir á nemanda. Við það bætist kostnaður við sérkennslu til barna sem eiga annað móðurmál. Þá áætlar velferðarráðuneytið að kostnaður við flóttamann sé að jafnaði 4-5 milljónir króna á ári.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir að lengja þurfi tímabilið sem ríkið styrkir sveitarfélögin vegna flóttafólks. Í Noregi greiði ríkið styrki með flóttamönnum fyrstu fimm árin en til samanburðar hafi verið greitt í eitt og hálft ár með flóttafólki á Akranesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert