Nokkrir handteknir í steramáli

Sterar sem hald var lagt á í aðgerð lögreglu í …
Sterar sem hald var lagt á í aðgerð lögreglu í gær DEA

Lögreglan á Íslandi gerði húsleit á annan tug staða í gær og handtók nokkra grunaða um framleiðslu á sterum hér á landi. Hinir handteknu voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann á ekki von á að óskað verði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim en von er á ítarlegri fréttatilkynningu um málið frá lögreglu síðar í dag.

Um samræmdar aðgerðir lögregluembætta víða um heim var að ræða en aðgerðunum var stýrt af bandarísku fíkniefnalögreglunni og Europol.

Samkvæmt frétt BBC voru yfir 90 handteknir í aðgerðum lögreglu í Bandaríkjunum. Jafnframt var 16 ólöglegum steraverksmiðjum lokað en þar voru framleiddir sterar og önnur ólögleg lyf sem ætluð eru til að bæta árangur fólks í íþróttum.

Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) segir að hald hafi verið lagt á hundruð kílóa og þúsundir lítra af efnum í 20 ríkjum en aðgerðin hefur staðið yfir í meira fimm mánuði. 

Fréttatilkynning frá DEA

Vísir greindi fyrst frá málinu.

Sterar
Sterar DEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert