Árni Múli tekinn við stöðu framkvæmdastjóra

Árni Múli Jónasson.
Árni Múli Jónasson.

Árni Múli Jónasson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Þroskahjálpar af Friðriki Sigurðssyni sem sinnt hefur starfinu í 21 ár.

Friðrik verður áfram í hlutastarfi hjá samtökunum sem verkefnisstjóri. 

Árni Múli er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann var bæjarstjóri á Akranesi 2010-2012. Hann var áður lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og aðstoðarfiskistofustjóri þar til hann tók við starfi fiskistofustjóra árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert