Selurinn dregur að fólkið

Feðgarnir Sölvi Mars og Eðvald Daníelsson hafa farið fjölmargar ferðir …
Feðgarnir Sölvi Mars og Eðvald Daníelsson hafa farið fjölmargar ferðir á báti sínum, Brimli, með ferðamenn á selaslóðir inni á Miðfirði. mbl.is/Karl Ásgeir Sigurgeirsson

Mikil aukning er orðin milli ára í umferð og heimsóknum ferðamanna til Hvammstanga og um Húnaþing vestra.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, segir gesti á Upplýsingamiðstöð Selasetursins vera nú í ágústlok orðna um þrjúþúsund umfram allt árið í fyrra. Reiknar hún með að gestafjöldi ársins verði um 25 þúsund, sem yrði þá um fjórðungs aukning milli ára.

Aukningin í ár er langmest í maí og er það svipað og í fyrra, en þá var aukningin mest utan háannatíma, þ.e. í maí og september, að því er fram kemur í umfjöllun um ferðamennsku á Hvammstanga í Morgunblaðinu í dag. Tæplega helmingur gesta fer inn á sýningu Selasetursins, en nú stendur yfir vinna við hönnun endurbóta á sýningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert