Tekur því ekki að þreskja

Menn verða seinir með uppskerustörfin á Suðurlandi í haust, eins …
Menn verða seinir með uppskerustörfin á Suðurlandi í haust, eins og á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gott útlit er með kornuppskeru um Suður- og Vesturland og jafnvel norður í Skagafjörð.

Á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi er ekki útlit fyrir góða uppskeru og jafnvel líkur á að ekki taki því að þreskja kornið.

Vorið var kalt og því var korni sáð seinna um allt land en í meðalári. Á Suðurlandi fór að hlýna um miðjan júlí og ágúst var ágætur fyrir kornið. „Það sem ég sé í kringum mig er virkilega spennandi,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að mikið korn sé í öxunum og það gefi fyrirheit um mikla uppskeru, að því gefnu að bændum takist að ná korninu í hús. Ólafur áætlar 4-5 tonn á hektara, sem er tvöfalt meira en tvö síðustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert