Úrskurðaður í nálgunarbann

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann til að sæta nálgunarbanni í hálft ár, eftir ítrekaðar hótanir hans í garð Ásdísar Viðarsdóttur.

RÚV greindi fyrst frá þessu en þetta staðfestir lögreglan á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is. RÚV hefur eftir verjanda mannsins, að úrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.

Kastljós fjallaði í gær um mál Ásdísar. Fram kom að maðurinn, Erlendur Eysteinsson, hafi ítrekað sent henni smáskilaboð með líflátshótunum og hótunum um barsmíðar. Hann er fyrrverandi sambýlismaður hennar og hefur áður sætt nálgunarbanni vegna hótana í hennar garð. Fyrir þær hótanir og brot á banninu hlaut Erlendur átta mánaða dóm 2014.

Fram kom, að maðurinn hefði aftur gerst brotlegur í sumar og þá gerði Ásdís aftur kröfu um nálgunarbann. Vegna mistaka hjá lögreglu vísaði héraðsdómur málinu frá. Málið var kært til Hæstaréttar sem vísaði því aftur heim í hérað. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað svo upp úrskurð sl. mánudag. 

Hafa orðið fyrir áralöngu ofbeldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert