Völdu Fjarðabyggð sem þjónustuhöfn

Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger kom til hafnar á Reyðarfirði í morgun. Skipið kom þar við til þess að taka vistir en það er að hefja fyrsta fasann í olíuleitinni á Drekasvæðinu.

Að sögn Jens Garðar Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og framkvæmdarstjóra Fiskimiða ehf. er koma skipsins vissulega jákvæð fyrir byggðina alla. Eykon Energy og þeirra samstarfsaðiljar völdu Fjarðabyggð sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit og vinnslu ef af verður.

„Það er gríðarlega sterkt fyrir þetta samfélag og sýnir hvað við búum yfir öflugri höfn,“ segir Jens í samtali við mbl.is en Fjarðabyggð verður í samstarfi við Fljótsdalshérað í því að þjónusta Eykon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert