Fimm mál gegn Íslandi hjá ESA

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eru í Brussel í Belgíu.
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eru í Brussel í Belgíu.

 Alls eru fimm mál gegn Íslandi til meðferðar við EFTA-dómstólinn, ESA, vegna skorts á innleiðingu. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar.

Andrés spurði hvenær væri von á skýrslu sem leggur mat á hagsmuni Íslands af EES-samningnum sem boðað var að ráðherra mundi kynna haustið 2014? Í svari ráðherra kemur fram að gert séráð fyrir að skýrslan verði kynnt á komandi hausti.

Hvaða aðilar hafa verið fengnir til að vinna skýrsluna?, spyr Andrés og svarar Gunnar Bragi því til að grunnvinna við skýrsluna hefur verið unnin í utanríkisráðuneytinu. Samráð um efnistök hefur verið haft við samráðshóp aðila vinnumarkaðar. Auk þess hefur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands verið fengin til að vinna úttekt varðandi tollaívilnanir í viðskiptum við ESB samkvæmt EES-samningnum.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert