Flestir trúa á landsliðið

Úr fyrri leik Íslendinga og Hollendinga í undankeppni EM.
Úr fyrri leik Íslendinga og Hollendinga í undankeppni EM. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hollendingar munu fara með sigurorð af Íslendingum í undankeppni EM í kvöld að mati stærsta hluta svarenda könnunar MMR. Yfir helmingur þeirra sem tóku afstöðu taldi þó að landsliðið muni sækja stig eða meira í greipar Hollendinga í Amsterdam.

Algengustu gildin fyrir markatölu reyndur tvö mörk fyrir Hollendinga (34%) og eitt fyrir Íslendinga (46,4%). Þá var stærstur hluti svarenda, eða 47,8% þeirra sem tóku afstöðu, sem taldi að Holland ætti eftir að fara með sigur í leiknum. 32,3% töldu að Ísland sigraði og 19,8% töldu að leikurinn myndi lykta með jafntefli. Samanlagt voru því 52,1% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að Ísland ætti eftir að sækja eitt stig eða fleiri úr leiknum við Hollendinga í kvöld.

Nokkur munur var á spá svarenda um lyktir leiksins eftir kyni og aldri. Þannig voru 43,5% kvenna sem spáðu því að leikurinn myndi enda með sigri Íslands en aðeins 23,36% karla töldu að Ísland myndi sigra. Meðal þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum (heimilistekjur undir 250 þúsund krónum á mánuði) voru 44,6% sem spáðu Íslenskum sigri samanborðið við 22,7% þeirra sem voru með 800-999 þúsund krónur á mánuði.

Könnun MMR um landsleikinn í kvöld

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert