Fólk táraðist í ræðupúlti

Rætt var á fundinum um að slíta sveitina úr Borgarbyggð.
Rætt var á fundinum um að slíta sveitina úr Borgarbyggð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrirhuguð lokun grunnskólans á Hvanneyri hefur valdið megnri óánægju í sveitinni. Sveitarstjórn Borgarbyggðar fundaði með íbúum í gærkvöldi og mættu hátt í 200 íbúar.

Mikill hiti var í fundarmönnum og lýstu fundarmenn yfir algjöru vantrausti á meirihluta sveitastjórnar Borgarbyggðar. Uppskar vantrausttillagan mikið lófaklapp fundarmanna.

Einn fundarmanna sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrir hefðu tárast í ræðupúlti og vildu margir að slíta ætti sveitina úr Borgarbyggð þar sem meirihlutinn bæri ekki hag heildarinnar fyrir brjósti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert