Glitnir má engan tíma missa fram að áramótum

Slitastjórn Glitnis hefur nú 120 daga til að fá nauðasamning samþykktan af kröfuhöfum og staðfestan af dómstólum.

Takist það ekki mun stöðugleikaskattur leggjast á eignir búsins í stað þess stöðugleikaframlags sem helstu kröfuhafar Glitnis hafa fallist á að greiða í ríkissjóð við samþykkt nauðasamnings. Munurinn á skattinum og framlaginu gæti numið allt að 174 þúsund milljónum króna.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir, að aðilar tengdir Glitni telji að tímaramminn sem slitastjórninni er markaður sé í allra stysta lagi og að minnstu tafir gætu orðið til þess að ferlið tefðist fram yfir áramót og gert möguleikann á samþykkt nauðasamnings að engu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert