Mæla og efnagreina sterana

Hluti steranna sem lögreglumenn lögðu hald á í fyrradag.
Hluti steranna sem lögreglumenn lögðu hald á í fyrradag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan lagði hald á mikið magn stera í umfangsmiklum aðgerðum sínum í fyrradag en enn á eftir að telja saman hversu mikið magn efna var á ferðinni og efnagreina það. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir grun leika á að efnin hafi verið unnin áfram á Íslandi.

Húsleitir voru gerðar á allnokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, og ein í Reykjanesbæ með aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum. Rannsókn málsins er umfangsmikil og hefur staðið yfir um nokkurt skeið, en hún er unnin í samvinnu við embætti tollstjóra.

Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegri lögregluaðgerð Europol gegn innflutningi á ólöglegum sterum frá Kína. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að grunur leiki á að hluti steranna sem barst hingað til lands hafi verið unninn áfram hér.

Fólkið sem var handtekið í fyrradag er flest á fertugsaldri, átta karlar og ein kona. Aldís segir að því hafi öllu verið sleppt að loknum yfirheyrslum.

Fyrri frétt mbl.is: Níu handteknir á Íslandi

Grunur leikur á að sterarnir sem bárust frá Kína hafi …
Grunur leikur á að sterarnir sem bárust frá Kína hafi verið unnir áfram hér á landi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Lögreglan segir að sterarnir hafi mestmegnis verið á duft- og …
Lögreglan segir að sterarnir hafi mestmegnis verið á duft- og töfluformi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert