Mjólkurkvótinn hækkar um 50 kr.

mbl.is/Þorkell

Viðskiptaverð mjólkurkvóta hækkaði um 50 krónur á lítra á tilboðsmarkaði Matvælastofnunar nú um mánaðamótin.

„Þetta kemur mér svolítið á óvart. Mér þætti fróðlegt að sjá hvaða efnahagslegu forsendur eru fyrir þessari hækkun,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, í Morgunblaðinu í dag.

Eftirspurn og framboð á greiðslumarki var töluvert meira á tilboðsmarkaði Mast nú en var á síðasta markaði, 1. apríl. Munar þar 100-150%. Niðurstaðan varð að allur framboðinn kvóti, 367 þúsund lítrar, var seldur og verðið varð 200 krónur á lítra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert