Hefðbundin skilgreining á afrekum úrelt

Frá kvennafrídeginum 2010.
Frá kvennafrídeginum 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigrar kvenna eru megin viðfangsefni sýningarinnar Afrekskonur sem opnuð verður við hátíðlega athöfn kl. 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Sigrarnir eru bæði persónulegir, pólitískir, hversdagslegir og opinberir og reynt er að draga fram í dagsljósið framlög kvenna til samfélagsins sem ekki hefur verið haldið til haga.

Sýningin er samspil margra ólíkra sýninga sem hafa verið settar upp og/eða eru yfirstandandi í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. M.a. óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir frá­sögn­um af af­rek­um kvenna frá almenningi. 

„Við leggj­um höfuðáherslu á það núna að fá sög­ur af þess­um hvers­dags­legu af­rek­um og því sem kon­ur hafa verið að gera. Send­end­ur skil­greina af­rek­in sjálf­ir og það er ekk­ert sem við úti­lok­um. Við vilj­um bæði fá sög­ur af ömm­un­um sem af­rekuðu eitt­hvað stór­kost­legt sem eng­um gæti dottið í hug að væri mögu­legt í dag, og einnig sam­tíma­kon­um sem eru að fást við ýmis krefj­andi verk­efni,“ sagði Sóley Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar um sýninguna í viðtali við mbl.is í ágúst.

 „Hefðbund­in skil­grein­ing á af­rek­um er úr­elt. Þau þurfa að taka mið af fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins, fjöl­breyti­leika karla og kvenna.“

Lúðrasveit verkalýðsins tekur á móti gestum við upphaf opnunar sýningarinnar. Hljómsveitin Eva spilar nokkur lög, Dj de la Rosa þeytir skífur og boðið verður upp á léttar veitingar.

Frétt mbl.is: Afrekskonur leynast víða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert