Varað við roki

Það er spáð 16 stiga hita á Egilsstöðum í dag.
Það er spáð 16 stiga hita á Egilsstöðum í dag. mbl.is/Golli

Búast má við snörpum vindhviðum sums staðar undir Vatnajökli í kvöld og í nótt, segir á vef Veðurstofu Íslands. Áfram verður hlýtt í veðri, hlýjast eystra en þar er spáð allt að 17 stiga hita í dag.

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólarhringinn:

Hæg suðlæg átt, en sunnan og suðvestan 8-13 um landið vestanvert. Víða léttskýjað á austanverðu landinu, annars skýjað og rigning. Vestlæg átt 8-13 og víða rigning í dag, en þurrt að mestu á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Dregur úr úrkomu og vindi síðdegis, síst suðaustanlands og norðvestlægari í kvöld og sums staðar snarpar vindhviður undir Vatnajökli í kvöld og nótt. Hæg vestlæg eða breytileg átt á morgun og lengst af þurrt. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast eystra, en kólnar talsvert í kvöld og nótt.

Á föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum austanlands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Suðvestan 8-13 og súld eða rigning, en skýjað með köflum og þurrt austan til. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 og léttskýjað á A-verðu landinu, annars skýjað og súld með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast A-til.

Á mánudag:
Sunnanátt og víða léttskýjað, en skýjað og súld með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en léttskýjað á Norður- og Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir fremur hlýja suðaustanátt áfram með björtu veðri fyrir norðan og austan, en annars skýjað og væta af og til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert