Andstaða við kauprétt starfsmanna Símans

Sex lífeyrissjóðir, sem samanlagt eiga rúm 15% af hlutafé Símans, hafa lýst andstöðu við kaupréttaráætlun sem stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að leggja fyrir hluthafafund í næstu viku.

Telja þeir að með áætluninni sé starfsmönnum fyrirtækisins ívilnað á kostnað hluthafa í fyrirtækinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Áætlunin gerir ráð fyrir því að starfsmennirnir geti keypt allt að 7,7% hlut í fyrirtækinu yfir fimm ára tímabil, á sama gengi og Arion banki ákvað að selja hópi fjárfesta 5% hlut í Símanum á í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert