Frumskógardrottningin afhjúpuð

Verkið Frumskógardrottningin eftir listamanninn Erró var afhjúpað í dag við Breiðholtslaug í Reykjavík en verkið er brennt á flísar sem settar voru á loftræstistokkinn við laugina.

Fjölmenni var viðstatt þegar verkið var afhjúpað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti ávarp og börn frá leikskólanum Ösp sungu þau við undirspil Tónskóla Sigursveins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert