Karl formaður fjölmiðlanefndar

mbl.is/Ómar

Menntamálaráðherra hefur skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára en formaður nefndarinnar er Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til.

Lögum samkvæmt eru tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins og einn samkvæmt tilnefningu Blaðamannafélags Íslands. Þann fimmta skipar ráðherra án tilnefningar en ráðherra skipar einnig formann nefndarinnar, að því er segir í tilkynningu á vef menntamálaráðuneytisins.

Skipunartímabil nefndarinnar er frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2019.

 Eftirfarandi hafa verið skipaðir í nefndina:

  • Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, formaður
  • Hulda Árnadóttir héraðsdómslögmaður, varaformaður
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður
  • Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands
  • Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands

Varamenn eru: 

  • Birgir Tjörvi Pétursson héraðsdómslögmaður
  • Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður
  • Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari
  • Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands
  • Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

Með starfsemi fjölmiðlanefndar skal stuðlað að því að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Heimasíða fjölmiðlanefndar

Karl Axelsson.
Karl Axelsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert