Vilja taka á móti flóttamönnum

Ísafjörður.
Ísafjörður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir sig reiðubúna að taka á móti flóttamönnum og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Bókun þess efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gær. 

„Mikil þekking er nú þegar til staðar í sveitarfélaginu í að taka á móti flóttafólki auk þess sem inniviðir samfélagsins eru traustir. Sameiginlegir kraftar bæjarbúa, Rauða Krossins og sveitarfélagsins geta orðið til þess að gera líf flóttafólks bærilegra.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu bæjarins að móttöku flóttafólks og lýsir yfir vilja til samstarfs við nágrannasveitafélög.

Sjá frétt Bæjarins besta um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert