Yngsta barnið var 15 ára

Bjór og öðru áfengi var helt niður.
Bjór og öðru áfengi var helt niður. Af Instagram lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöld veitingastað vegna dvalar ungmenna undir 18 ára inni á staðnum eftir klukkan 22:00 og drykkju ungmenna undir áfengiskaupaaldri.

Starfsmaður staðarins, sem var einn við störf, bar því við að skemmtunin væri lögleg því ungmennin hefðu leigt staðinn og komið með eigið áfengi. Yngsta barnið sem lögregla ræddi við var 15 ára. Áfengi ungmennanna var hellt niður, segir í færslu um málið á Instagram-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert