Myndir ráði ekki stefnunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leggur áherslu á að í flóttamannamálinu …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leggur áherslu á að í flóttamannamálinu verði vandað til verka og ekki hrapað að niðurstöðum sem svo standast ekki mbl.is/Golli

Viðbrögð Íslendinga og aðstoð við flóttamenn sem nú flykkjast til Evrópu geta aldrei miðað að því að uppfylla mögulega þörf okkar sjálfra fyrir að sjá árangurinn af starfinu eða hljóta þakkir fyrir.

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Milljónir Sýrlendinga á flótta í heimalandi sínu og lifa þar við hræðilegar aðstæður. Aðeins lítill hluti þessa fólks hefur flúið til annarra landa og ef hjálp á fyrst og síðast að beinast að þeim hópi eru Evrópuþjóðir að senda út skilaboð sem geta orkað tvímælis.

„Við verðum fyrst og fremst að velta því fyrir okkur hvernig við getum bjargað flestum mannslífum til skemmri og lengri tíma,“ segir Sigmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert