Óttarr sjálfkjörinn formaður

Óttar Proppé alþingismaður.
Óttar Proppé alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óttarr Proppé alþingismaður verður sjálfkjörinn formaður Bjartrar framtíðar á ársfundi flokksins sem nú stendur yfir á Ásbrú í Reykjanesbæ en enginn annar tilkynnti framboð áður en frestur til þess rann út klukkan 11:00.

Fjögur framboð liggja hins vegar fyrir vegna kosningar stjórnarformanns Bjartrar framtíðar. Frambjóðendurnir eru Guðlaug Kristjánsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson, Preben Pétursson og Brynhildur S. Björnsdóttir. Tilkynnt verður um niðurstöður stjórnarformannskjörsins rétt fyrir klukkan 17:00 í dag en kosningin fer fram rafrænt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert