Stöðug fækkun fiskiskipa

mbl.is/Brynjar Gauti

Bátum og skipum sem úthlutað hefur verið aflamarki hefur fækkað ár frá ári. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að margar og ólíkar ástæður geti verið fyrir fækkun.

Minni aflaheimildir hafi haft mikil áhrif og sömuleiðis veiðigjöld. Sum fyrirtæki hafi getað hagrætt og sæki aflaheimildir á færri skipum en áður, en aðrir útgerðarmenn hafi ákveðið að hætta, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er verð fyrir þorskígildiskíló í aflamarkskerfinu nú um eða yfir þrjú þúsund krónur. Fram kemur í yfirliti Fiskistofu að 534 skipum var úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiársins sem byrjaði 1. september, en þau voru 578 á síðasta fiskveiðiári. Til samanburðar má nefna að á fiskveiðiárinu 2001/02 var alls um 1.722 skipum úthlutað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert