Vélarvana út af Bjargtöngum

Línuskipið Grundfirðingur.
Línuskipið Grundfirðingur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan hálftólf í gærkvöldi tilkynning frá línuskipinu Grundfirðingi sem þá var orðið vélarvana um fjórar sjómílur suður af Bjargtöngum. Rak skipið í átt að bjarginu.

Landhelgisgæslan hefði samband við togarann Ásbjörn sem staddur var um 10 sjómílur suður af Grundfirðingi. Var hann beðinn að halda rakleiðis á vettvang til að taka línuskipið í tog. Auk þess var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði.

Ásbjörn tók Grundfirðing í tog og hélt með hann áleiðis til hafnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem komin var á vettvang, var í kjölfarið afturkölluð sem og björgunarskipin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert