Bandaríkjaher skoðar mannvirki á Keflavíkurflugvelli

Bandarísk orrustuþota.
Bandarísk orrustuþota. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjórnvöld í Bandaríkjunum skoða hvort rétt væri að auka viðveru bandarísks herliðs á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV, en upplýsingarnar eru úr skriflegu svari utanríkisráðuneytisins til fréttastofu RÚV.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag er bandaríska varnarmálaráðuneytið að skoða mannvirki á Keflavíkurflugvelli. 

Ástæðan er sögð sú að rússneskar orrustuþotur hafi í auknum mæli flogið nálægt lofthelgi Íslands. Í svari utanríkisráðuneytisins til RÚV segir að Bob Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi nýlega rætt mikilvægi þess að viðeigandi varnarbúnaður væri til staðar á Íslandi.

Þá segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft frumkvæði að því að kalla eftir varanlegum herafla á landinu og að ekki séu í gangi viðræður þess efnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert