Hafarnargarðurinn skyndifriðaður

Hafnargarðurinn er heillegur þó að hann hafi legið undir landfyllingu …
Hafnargarðurinn er heillegur þó að hann hafi legið undir landfyllingu í hátt í 80 ár. Styrmir Kári

Minjastofnun Íslands skyndifriðaði hafnargarðinn við Austurhöfn sem grafinn hefur verið upp. Reykjavíkurborg mótmælir ákvörðuninni harðlega og vill að hún verði tekin til baka þar sem borgaryfirvöld hafi ekki gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 

Ákvörðun var tekin um að beita ákvæði laga og menningarminjar um skyndifriðun vegna hafnargarðsins á miðvikudag. Hún þýðir að ekki er heimilt að rífa garðinn þar til mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillögu stofnunarinnar um friðun hans. Borgarlögmaður hefur sent stofnuninni bréf þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt á þeim forsendum að andmælaréttur borgarinnar hafi verið virtur að vettugi.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, segir að stofnunin hafi lagaheimild til að beita skyndifriðun án samráðs við hlutaðeigandi. Í framhaldinu hefjist friðlýsingarferli þar sem hlutaðeigandi gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Þróunarfélagið Landstólpi hefur undirbúið framkvæmdir við verslunar- og íbúðarhúsnæði á Austurbakka og kom hafnargarðurinn þá í ljós. Hann var byggður á fyrri hluta síðustu aldar en fór undir landfyllingu árið 1939.

Fyrri frétt mbl.is: Hafnargarðurinn verði varðveittur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert