Ólyktin braut á lífsgæðum annarra

Ólyktin í umhverfi fiskvinnslunnar hefur skaðað lífsgæði annarra.
Ólyktin í umhverfi fiskvinnslunnar hefur skaðað lífsgæði annarra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis hefur hótað að loka fiskvinnslu í Hafnarfirði verði ekki hætt þar starfsemi sem veldur ólykt í umhverfinu.

Á fundi nefndarinnar var nýlega farið yfir kvartanir vegna ólyktarinnar frá fiskvinnslu S. Iceland ehf. sem starfar við Óseyrarbraut 5 í Hafnarfirði. Fyrirtækið fékk starfsleyfi 2013 en breytti starfseminni á þessu ári og hefur kvörtunum rignt inn til heilbrigðisnefndarinnar í kjölfarið.

S. Iceland hefur fengið samþykkt viðbótarstarfsleyfi til fjögurra ára fyrir litla prótein- og lýsisvinnslu en það viðbótarstarfsleyfi hefur ekki verið gefið út þar sem framkvæmdum við búnað til varnar loftmengun er ekki lokið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert