„Við höfum tækifæri til að gera eitthvað“

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Mér er það algerlega óskiljanlegt hvers vegna við Íslendingar erum ekki byrjuð að vinna í því að taka á móti myndarlegum hópi flóttamanna. Hversu mörg okkar hér inni höfum í gegnum tíðina lesið mannkynssöguna og velt því fyrir okkur hvers vegna enginn gerði neitt? Við höfum öll gert það og þetta er þannig tímapunktur núna.“

Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Eftir einhver ár ætti fólk eftir að velta fyrir sér hvers vegna enginn hafi gert neitt. „Við höfum tækifæri til að gera eitthvað. Við Íslendingar búum vel. Við höfum sterka innviði. Við höfum stórt hjarta. Við erum skynsöm og við viljum vera virkir þátttakendur í því sem er að gerast í veröldinni og við viljum létta undir. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna við erum ekki byrjuð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert