Beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar

Fyrsta ferðin verður farin sunnudaginn 3. apríl 2016.
Fyrsta ferðin verður farin sunnudaginn 3. apríl 2016. mbl.is

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur ákveðið að hefja beinar áætlunarferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar næsta vor. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september, samkvæmt upplýsingum í fréttatilkynningu. 

Áætlun Gray Line Airport Express verður með þeim hætti að brottför verður frá Keflavík kl. 17:00, komið til Akureyrar um kl. 23:00. Þaðan verður haldið kl. 23:15 og komið til Keflavíkur kl. 05:15. Flugfarþegar sem koma til landsins síðdegis komast þannig norður fyrir miðnætti og farþegar að norðan komast beint í morgunflug.

Á leiðinni verður stoppað fyrir farþega í Borgarnesi, Staðarskála, Blönduósi og Varmahlíð. Fargjald aðra leið verður 11.000 milli Akureyrar og Keflavíkur, Varmahlíð 10.000 kr., Blönduós 9.000 kr., Staðarskáli 7.000 kr. og Borgarnes 4.500 kr.

 Fyrsta ferðin verður farin sunnudaginn 3. apríl 2016. Í apríl og maí verður ekið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, og síðan daglega yfir sumarið.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Þóri Garðarssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Gray Line að fyrirtækið vonist til að með þessu verði einnig hægt að stuðla að lengri dvöl ferðamanna úti á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert