Verð á íbúðum rýkur upp

Söluverð 100 fermetra íbúða í sex póstnúmerum í Reykjavík hefur hækkað um 2,4 til 4,1 milljón króna að meðaltali frá 2. ársfjórðungi 2014 og fram á mitt þetta ár.

Söluverðið á 2. ársfjórðungi í ár var hæst í miðborginni, eða ríflega 400 þúsund krónur á fermetra. Þetta kemur fram í útreikningum Þjóðskrár Íslands, sem gerðir voru að beiðni Morgunblaðsins og fjallað er um í blaðinu í dag.

Sé litið lengra aftur kemur í ljós að söluverð íbúða í 101 Reykjavík hefur hækkað um 150 þúsund krónur á fermetrann frá 1. ársfjórðungi 2010. Hefur verð á dæmigerðri 100 fermetra íbúð því hækkað um 15 milljónir á tímabilinu. M.t.t. verðbólgu er raunhækkunin um 10 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert