Íslenskar vörur teknar úr hillum

„Ég hef heyrt af fyrirtækjum sem eru með vörur í bandarískum verslunum sem hefur verið lokað á,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra en ráðuneytinu bárust tilkynningar um málið í gær. Aðgerðirnar koma í kjölfar samþykktar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að undirbúa sniðgöngu á ísraelskum vörum. Ragnheiður Elín vildi ekki gefa upp um hvaða fyrirtæki er að ræða enda er málið á frumstigi.

Þá hafa utanríkisráðuneytinu borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá vegna málsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir þá verið að spyrja hver stefna íslenskra stjórnvalda sé í þessum málum og hvort borgin hafi sér utanríkisstefnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert