Vínbúðum lokað og neftóbaksframleiðsla leggst af

Úr Vínbúð ÁTVR.
Úr Vínbúð ÁTVR. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Verkfall þýðir lokun vínbúða og dreifingarmiðstöðvar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, um hugsanlegt verkfall SFR.

Trúnaðarmannaráð SFR kom saman í fyrradag til að taka ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall. Flestir starfsmanna Vínbúðanna eru félagsmenn í SFR og því myndi verkfall þýða lokun.

Alls eru 49 vínbúðir um allt land en tekjur af sölu áfengis voru um 20 milljarðar króna í fyrra. Alls voru seldar 19,2 milljónir lítra af áfengum drykkjum á síðasta ári.

Veruleg áhrif á heilsugæslu

Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að komi til verkfalls muni það hafa víðtækar afleiðingar. „Verkfall myndi hafa veruleg áhrif á þjónustu okkar. Þetta nær til svo margra hjá okkur. Á undanþágulistanum er aðeins einn starfsmaður í móttöku á hverri heilsugæslustöð þannig að þetta mun hafa mikil áhrif í kringum klíníska starfsemi.“ Hún segir einnig að verkfall sjúkraliða myndi hafa gríðarleg áhrif á heimahjúkrun. „Það verður þungt að missa þá starfsmenn út,“ segir Svanhvít.

Neftóbaksframleiðsla leggst af komi til verkfalls SFR.
Neftóbaksframleiðsla leggst af komi til verkfalls SFR. Morgunblaðið/Eva Björk
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert