Yfirdráttarlánin eru að lækka

Yfirdráttarlán heimila eru að lækka og hafði staða þeirra í júlí ekki verið jafnlág í mánuðinum síðan 2009.

Þegar yfirdráttarlán í janúar og júlí árin 2005 til 2015 eru færð á verðlag í júlí sl. kemur í ljós að þau voru t.d. 23 milljörðum króna lægri í júlí sl. en í júlí 2012.

Alls námu yfirdráttarlán í júlí sl. 81,2 milljörðum en þau voru til samanburðar að meðaltali 100,7 milljarðar í janúar og júlí árin 2005 til 2015, að því er fram kemur í umfjöllun um yfirdráttarlánin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert