Mun lækka matarverð

Matvæli munu lækka í verði.
Matvæli munu lækka í verði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verð á vissum innfluttum matvörum gæti lækkað um tugi prósenta á næstu fjórum árum ef nýr samningur Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur tekur gildi.

Þá eykst innflutningskvóti Íslands á lambakjöti til ESB úr 1.850 tonnum í 3.350 tonn og kvótinn á íslensku skyri til ESB fer úr 380 tonnum í 4.000 tonn á ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, verð á innfluttum matvörum geta lækkað um tugi prósenta. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir jákvætt að fá aukinn aðgang að markaði ESB. Þetta sé þó tvíeggja sverð. Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda, gagnrýnir „baktjaldamakk“ stjórnvalda. Þá býst Landssamband kúabænda við að breytingarnar hafi veruleg áhrif.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert