Víglundur: Fúskað í fjármálaráðuneyti

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár.
Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár. mbl.is/Kristinn

„Það fyrsta sem þú þarft að gera er að opinbera öll gögn um samninga við skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna og hætta að halda hlífiskildi yfir verkum Steingríms [J. Sigfússonar],“ skrifar Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár, í opnu bréfi til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. 

Víg­lund­ur hef­ur sakað ráðherra, emb­ætt­is­menn og starfs­menn slita­stjórna um lög­brot þegar nýju rík­is­bank­arn­ir voru stofnaðir árið 2009. Hef­ur hann haldið því fram að farið hafi verið fram­hjá neyðarlög­um frá ár­inu 2008. Hann hefur ítrekað reynt að afla gagna úr fjármálaráðuneytinu vegna málsins og leitaði m.a. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þess. Þegar hann fékk svo gögn afhent samkvæmt úrskurði nefndarinnar kom í jós að nokkuð vantaði upp á full skil, að því er fram kemur í grein Víglundar. 

Hann segist nú skrifa bréfið til Bjarna þar sem honum sýnist að síðastliðið vor hafi „mistök í ljósritun“ endurtekið sig hjá fjármálaráðuneytinu við skil á skjali til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. „Eitt er að reyna að „blekkja ræfilinn mig“ hitt er að blekkja Alþingi!“

Sjá frétt mbl.is: Afhenti ríkisbanka án heimildar

Grein Víglunds fer hér að neðan í heild:

Bréf nr. 2 til Bjarna Benediktssonar:

Sæll Bjarni.

Eins og þú manst skrifaði ég þér opið bréf í lok maí um minnisglöp embættismanna þinna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í vor um störf stýrinefndar Steingríms J. Sigfússonar um samninga við erlenda kröfuhafa.

Minnisglöp eru ekki það eina sem er að. Reynsla mín af skjalameðferð þeirra í fjármálaráðuneytinu er að þar virðist ástæða til athugana og rannsóknar. Hér ætla ég að fjalla um nokkur atriði sem kalla á athafnir af þinni hálfu þótt ýmis þessara atvika hafi átt sér stað á vakt Steingríms Joð.

Fyrst ætla ég að nefna viðleitni mína við að afla gagna á árunum 2011 til 2013. Áður hef ég fjallað um viljaleysi þessara embættismanna til að aðstoða og leiðbeina við þá gagnaöflun eins og þeim ber samkvæmt stjórnsýslulögum. Fór svo að ég þurfti að leita atbeina Úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá gögn.

Fúsk eða fals?

Nú mun ég fjalla um það hvernig af vanrækslu, fúski eða einhverju verra var misfarið með skjöl og afhendingu þeirra.

Fyrsti úrskurður nefndarinnar er nr. 436 / 2012, úrskurðurinn sem staðfesti tilvist „dauðalistans“ hjá Nýja Kaupþingi. Í þeim úrskurði getur að lesa eftirfarandi:

„Í skýringum fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2012, kemur fram í tilefni af fyrirspurnum nefndarinnar, að tiltekinn viðauki við samninginn sem vitnað er til í 8. gr. hans hafi ekki fylgt því eintaki af samningnum sem sé til í ráðuneytinu. Viðaukinn sé því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Nánar tiltekið er um að ræða viðauka sem vísað er til í 8. gr. samningsins og mun innihalda upplýsingar um mat á verðmæti þeirra eigna eða réttinda sem m.a. skal byggt á við uppgjör milli bankanna, þ.e. verðmæti á svonefndum „Ring-fenced Assets“ en það hugtak er notað um umræddar eignir í samningnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki tilefni til að rengja þá fullyrðingu fjármálaráðuneytisins að þessi viðauki sé ekki fyrirliggjandi hjá því.“ Hér er fyrsta dæmið um fúsk eða vanrækslu þinna manna, Bjarni, sem voru þá á vaktinni fyrir Steingrím.

Næst er til að taka úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 510 / 2013. Með þeim úrskurði mælti nefndin fyrir um það að mér skyldu afhentar fundargerðir stýrinefndar Steingríms um samninga við kröfuhafa föllnu bankanna.

Þegar ég fékk gögnin afhent kom í ljós að nokkuð vantaði upp á full skil. Fyrst er til að taka að fundargerðir 1. og 13. fundar nefndarinnar voru ekki sagðar til í ráðuneytinu, ekki var upplýst hvort þær hefðu týnst eða aldrei verið ritaðar. Þá var fundargerð 28.7. 2009 um fund með erlendum kröfuhöfum tóm að efni. Þrátt fyrir ítrekun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis hafa þessar fundargerðir ekki fundist, að sögn þinna manna.

Hægt að bæta úr

Ég tel að þú getir látið bæta úr því með einföldum hætti. Í 2. fundargerðinni kemur fram að þar hafi verið mættur Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri og gert grein fyrir fyrsta fundi nefndarinnar. Ég tel einboðið að þú felir Guðmundi ráðuneytisstjóra að bæta úr þessu og skrifa minniblað um 1. fund nefndarinnar og 13. fund svo þessi skjöl verði í skjalasafninu, sömuleiðis fundinn 28.7. Með því gæfist Guðmundi tækifæri til að bæta úr vanrækslu. Fleiri núverandi starfsmenn þínir voru á fundunum og gætu hjálpað. Með úrbótum þeirra gætir þú ef til vill sleppt að áminna þá !

Skrýtin ljósritun

Fleira reyndist ábótavant við skil á þessum fundargerðum. Við lestur fundargerðar um fund frá 1.7. 2009 sýndist sem fundurinn hefði endað stuttaralega. Samkvæmt skilum fjármálaráðuneytisins var fundargerðin rúmlega hálf bls. í skrýtnu ljósriti og endaði einkennilega. Ég leitaði eftir því við ráðuneytið hvort þetta væri rétt svona eða hvort um mistök kynni að vera að ræða. Svar ráðuneytisins var skýrt, engin mistök þetta er fundargerðin.

Þar sem ég taldi vegna efnissamhengis að upp á vantaði leitaði ég aftur til Úrskurðarnefndarinnar um aðstoð. Var mér bent á að úrskurðir nefndarinnar væru aðfararhæfir og giltu gagnvart öllu stjórnkerfinu þar sem gögn væri að finna. Benti skrifstofustjóri nefndarinnar mér á að leita atbeina forsætisráðuneytis um skil til samanburðar.

Þar kom í ljós önnur útgáfa á gerð fundarins 1. júlí en sú sem fjármálaráðuneytið hafði skilað. Þessar mismunandi útgáfur má lesa í viðhengi með greininni á mbl.is. Í framhaldinu fundaði ég með starfsmönnum forsætisráðuneytisins vegna þessa. Fyrir fundinn höfðu þeir haft samband við starfsmenn fjármálaráðuneytis sem þá fundu allt í einu hina réttu fundargerð og báru við mistökum í ljósritun!

Nú er það svo að það sem vantaði upp á var hluti af síðu. Það er flókið að ljósrita eina síðu þannig að texta neðri hluta vanti. Sýnist mér að til þess þurfi ásetning. Eftir að ég fékk þessu réttu skil og var búinn að finna það sem ég leitaði að ákvað ég þá að láta kyrrt liggja.

Nýr ljósritunarvandi

Það sem síðan varð til þess að ég skrifa þetta bréf til að hvetja þig til athafna er að síðastliðið vor sýnist sem þessi „mistök í ljósritun“ hafi endurtekið sig hjá fjármálaráðuneytinu við skil á skjali til stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar er á bls. 3 vitnað til töluliðar 4.2. (b) í skjalinu sem ekki sýnist hafa ljósritast. Skjalið fylgir sem viðhengi á mbl.is.

Þegar ég uppgötvaði þetta þótti mér skörin færast upp í bekkinn. Eitt er að reyna að „blekkja ræfilinn mig“ hitt er að blekkja Alþingi!

Það er rétt að hafa í huga í þessu samhengi að línan milli fúsks og fals er mjó. Þar munar því einu hvort um er að ræða gáleysi eða ásetning. Í þessum tilvikum sýnist mér allt benda til ásetnings. Það er torvelt að ljósrita svo að vanti innan í eða neðan á síður fyrir mistök.

Léttum leyndinni af

Nú sýnist mér að þú þurfir að láta hendur standa fram úr ermum og létta leynd af þessum verkum Steingríms með hjálp embættismanna sem eru þínir í dag. Framhald leyndar verður þér til vandræða.

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að opinbera öll gögn um samninga við skilanefndir/slitastjórnir gömlu bankanna og hætta að halda hlífiskildi yfir verkum Steingríms. Í ljósi gagnsæis og réttra upplýsinga eigum við kröfu á að allt verði opinbert. Þér að segja er ein algengasta spurning sem ég fæ vegna þessara umræðu:

Af hverju er Bjarni að vernda Steingrím? Þannig hugsa margir!

Loks er að meta hvort skjöl hafi verið fölsuð í ráðuneytinu af ráðuneytisstjóranum og hans aðstoðarmönnum. Til þess þarf atbeina rannsóknaraðila svo að mál verið útkljáð. Í þeim efnum sýnist mér að bíði þín ísköld ákvörðun um viðeigandi meðferð.

Viðhengi:

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mikið fylgistap Flokks fólksins

05:47 Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Meira »

Fordæma lögbann sýslumanns

05:40 Gagnsæi, samtök gegn spillingu, fordæmir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media á málefni sem tengjast Glitni og forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni. Meira »

Í vímu á miklum hraða

05:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns á Vesturlandsvegi, við Úlfarsfell, sem reyndist aka á 113 km hraða þar sem heimilt er að keyra á 80 km/klst. Meira »

240 milljarða arðgreiðslur

05:30 Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Meira »

Læknar svari fyrir mikla ávísun

05:30 Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir barnalækna verða að svara fyrir mikla lyfjaávísun til ungra barna. Meira »

Hálfrar aldar aldursmunur á oddvitum

05:30 Hálf öld skilur að elsta frambjóðandann í oddvitasæti fyrir alþingiskosningarnar og þann yngsta.  Meira »

Kjaradeilur í fluginu þokast hægt

05:30 Hægt hefur miðað í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair að undanförnu.  Meira »

Reglur um val og veitingu bastarður

05:30 „Núverandi reglur og valnefndarreglurnar sem áður giltu og ég tel að hafi verið mun betri eru til að sætta tvö sjónarmið, faglegheit og rétt sókna til að velja hvern sem er. Það er ekki hægt nema úr verði hálfgerður bastarður sem við verðum aldrei sátt við.“ Meira »

Öll undir sama þaki

05:30 Samiðn og iðnfélögin Byggiðn - Félag byggingamanna og Félag iðn- og tæknigreina hafa undirritað kaupsamning við Birtu lífeyrissjóð um kaup þessara félaga á eignarhlut lífeyrissjóðsins í Stórhöfða 31. Meira »

Bannað að pakka myntum heima

05:30 Fyrirtækið Arkiteo þurfti að afturkalla myntutöflur sem það hefur látið framleiða hjá Pharmarctica og láta farga í viðurvist heilbrigðisfulltrúa. Meira »

Umtalsvert lægra verð fyrir síld

05:30 Markaðir fyrir síldarafurðir hafa verið erfiðir í haust, verð verið umtalsvert lægra en í fyrra og treglega gengið að losna við afurðir. Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood, segir að útlitið sé ekki sérlega gott. Meira »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...