„Allir vilja fara heim“

AFP

Vonin um að komast heim fljótlega er slokknuð. Vonin um að þjóðir heims reyni að stilla til friðar í Sýrlandi er slokknuð,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag en hún er nýkomin heim frá Líbanon þar sem hún heimsótti flóttamannabúðir ásamt Óttarri Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og Þordísi Kolbrúnu Reykjfjörð Gylfadóttur, aðstoðarmanni innanríkisráðherra.

„Allir sem við töluðum við sögðust vilja fara heim. Ástand mála í Sýrlandi er hinsvegar með þeim hætti að þar er ekkert öryggi og því leitar fólk í skjól í nágrannalöndunum. Rauði krossinn, Flóttamannastofnun o.fl. eru að gera sitt besta til að hjálpa en fólk sér enga von,“ segir Unnur ennfremur. Vonin um frekari aðstoð í Líbanon sé sömuleiðis slokknuð. Meðal annars vegna þess að matarstyrkur til flóttamanna í landinu hafi lækkað verulega.

„Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands í gær er því mjög mikilvæg og vonandi náum við að tala máli sýrlenskra flóttamanna við aðrar þjóðir svo samstaða skapist um að enn meiri aðstoð berist. Saman erum við sterkari,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert